grjothart.is - Hvað, hver, hvers vegna og hvar?
8.1.2016 | 20:33
Hæ, ég heiti Piotr og ég er eigandi grjothart.is. Hvað er það?
Það er vefsíða þar sem er að finna hágæða og harðkjarna fæðubótarefni. Helsta vörumerkið okkar er Piana 5% Nutrition. Ástæðan fyrir því er sú að við erum sammála fullyrðingu þeirra um að einungis 5% fólks gerir það sem til þarf til að ná settum markmiðum sínum, í vaxtarrækt eða hvaða á sviði lífsins sem er. Með versluninni okkar viljum við efla þetta hugarfar og dreifa því.
Önnur og mikilvægasta ástæðan fyrir nafninu Rich Piana 5% Nutrition er sú að einungis 5% af vaxtarræktarvörum standast væntingar alvöru vaxtarræktarfólks Vörurnar eru settar saman til að gefa þér það sem þú virkilega þarft. Ekkert kjaftæði, engar lygar. Það er þannig sem við viljum hafa hlutina.
Er Piana 5% eina vörumerkið sem við munum koma til með að bjóða upp á? Alls ekki! Við höfum haft uppi á ágætum fjölda fyrirtækja sem framleiða hágæða fæðubótarefni. Við hlökkum til að fá inn enn fleiri vörumerki til að hjálpa þér að komast einu skrefi nær markmiðinu á hverjum degi.
Markmið okkar er að hafa sem mest úrval hjá okkur þar sem hver líkami er einstakur og því krefjast mismunandi einstaklingar mismunandi vara.
En hver er ég? Af hverju er síðan á ensku, færslurnar á íslensku og nafn eigandans hljómar eins og rússnesk byssa? Ég er kannski ekki alveg rússneskur en ég er Pólskur að uppruna en hef búið á Íslandi í einhvern tíma, allavega nógu lengi til að verða ástfanginn af landi og þjóð. Hvers vegna stunda ég viðskipti hér? Af því ég trúi á að gefa til baka. Ísland hefur gefið mér svo mikið svo af hverju ætti ég að stunda viðskipti annars staðar ef ég get gefið Íslendingum eitthvað til baka?
Það er augljóslega grjóthart blóð í Íslendingum. Það fyrsta sem ég tók eftir þegar ég kom í ræktina hér á Íslandi var að fleiri konur voru að lyfta þungum lóðum en karlar! Sorry, strákar en þannig var þetta bara. Það var í Átaki á Akureyri. Hinsvegar sé ég líka á hverjum degi karla sem taka virkilega hart á því. Þannig geri ég það og ef það eru fleiri eins og ég, af hverju ekki að bjóða ykkur upp á fæðubótarefni sem mér sjálfum fannst framúrskarandi?
Hér hafiði þá svarið við spurningunum hver og hvers vegna?
En hvar? Hvar getur þú fundið mig, búðina, vörurnar o.s.frv.?
Í fyrsta lagi, kíktu á vefsíðuna mína www.grjothart.is fyrir frekari upplýsingar um vörurnar, fréttir o.fl. Ég mun gera mitt besta til að prófa vörurnar og gefa persónulega umsögn og ráð um notkun þeirra á íslensku, svo fylgstu með okkur á www.instagram.com/grjothart og www.facebook.com/grjothart.
Verslunin er bara á vefnum eins og er en hægt er að sækja vörurnar á skrifstofuna í Flatahrauni 21, Hafnarfirði. Ég deili skrifstofu með svölustu húsbílaleigu landsins, Kúkú Campers.
Allan janúarmánuð sendi ég vörur frítt innan höfuðborgarsvæðisins! Frekari upplýsingar um sendingar finnurðu hér. Þú finnur mig undir hafa samband eða bara í ræktinni!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)